Björg C. Þorláksson 1874-1934

Björg var fædd 30. janúar 1934

Sökum anna hef ég ekki getað sinnt tófunni um nokkurn tíma. Það er samt þannig að hugurinn er alltaf hjá nítjándu aldar ljóðum kvenna. Það er eitthvað við það að setjast niður og glugga í eina og eina ljóðabók, finna hug og hjarta ljóðanna og velta fyrir sér tilurð þeirra.

Björg C. Þorláksson hin mikla fræðikona og okkar fyrsta kona sem lauk doktorsprófi sendi frá sér ljóðabók árið 1934. Hún ber heitið ,,Ljóðmæli“ í bókinni er að finna leikrit sem heitir ,,Jólanóttin“.

Jólanóttin er í fimm erindum (þáttum) þar sækir Björg efnivið úr gamalli þjóðsögn. Ljóðin fornyrðingsleg í bland við yngri bragarhætti. Svo segir í forgrunni ,,þjóðsögnin er notuð sem táknræn mynd, er sýni baráttu andstæðra eigind mannsálarinnar í nútíð eigi síður en í fortíð“. Leikritið er sungið og gæti þessvegna verið ópera í fimm þáttum og segir þar frá trölli nokkru sem er í álögum í dimmum helli á sjálfa jólanóttina og ungrar konu sem álpast inn til hans. Skemmtilegt að rekast á þessa gersemi.

Jólanóttin eftir Björgu fékk ágætis dóma og var talin eitt af hennar bestu verkum sjá https://timarit.is/page/2163855#page/n3/mode/2up.

Björg Caritas Þorláksson – Wikipedia, frjálsa alfræðiritið

LJóðabækur

1934 LJóðmæli