Bára Bjargs var skáldanafn Bryndísar Jónsdóttir Bachmann fædd þann 14. ágúst árið1886 frá Akranesi. Bára gaf út fyrir eigin kostnað litla fallega ljóðabók sem ber heitið ,,Vor að Skálholtsstað“ 1950. 104 bls. Ljóðin tileinkar hún minningu um Þórð Daðason son Ragnheiðar dóttur Brynjólfs Sveinssonar biskups yfir Skálholti.https://is.m.wikipedia.org/wiki/Brynj%C3%B3lfur_Sveinsson Þórður lést aðeins 11 ára gamall árið 1673 og um það má lesa hér í biskupasögumhttps://baekur.is/…/1/335/Biskupasogur_Jons_profasts
Bókin hefur að geyma 22 ljóð og formálann skrifar séra Sigurbjörn Einarsson biskup. Þar þakkar hann Báru Bjargs fyrir þennan hug hennar til Skálholtsstaðar. Jafnframt segir hann orðrétt ,, Íslenzka konan geymdi bezt það, sem þjóðin átti dýrmætast, trúna og tunguna. Í hennar vörzlu fyrst og fremst var og er sá arfur, sem felur í sér rök sjálfstæðrar þjóðartilveru og rætur vaxandi landsgiptu. Konur Íslands munu leggja drýgstan skerf til viðreisnar Skálholts hins helga“
Heimild: Vor að Skálholtsstað 1950
Bára Bjargs lést árið 1973