G

Guðrún Magnúsdóttir 1884-1963

Guðrún Magnúsdóttir fæddist 15. september árið 1884 á Klukkufelli í Reykhólasveit. Hún gekk í Kennaraskólann og lauk kennaraprófi vorið 1914 og stundaði kennslustörf um 30 ára bil við góðan orðstír. Hún byrjaði ung að yrkja og árið 1933 gaf hún út fyrir eigin kostnað ljóðabókina Ómar. Árið 1969 kom svo út önnur bók ,,Ljóðmæli“ útgefandi …

Guðrún Magnúsdóttir 1884-1963 Read More »

Guðrún Auðunsdóttir 1903-1994

Guðrún fæddist 23. september 1903 í Dalseli undir Eyjafjöllum og var dóttir hjónanna Auðuns Ingvarssonar og Guðlaugar Helgu Hafliðadóttur. Þar ólst hún upp í hópi níu systkina. Maður hennar var Ólafur Sveinsson bóndi í Stóru-Mörk. Guðrún fékk ung áhuga á að setja saman vísu og var þuluformið henni hugleikið. Árið 1982 kom út ljóðabók eftir …

Guðrún Auðunsdóttir 1903-1994 Read More »

Guðrún Árnadóttir 1900-1968

Guðrún Árnadóttir 15. október 1900-1968. Afmælisbarnið var fætt á Oddsstöðum í Lundarreykjadal í Borgarfirði. Foreldrar hennar voru þau Árni Sveinbjörnsson hreppstjóri og Arndís Jónsdóttir. Eiginmaður Guðrúnar var Bjarni Tómasson. Guðrún og Bjarni eignuðust ekki börn saman en ólu upp Hlöðver Örn Bjarnason. Guðrún var ómenntuð en sílesandi og skrifandi og orti fallegustu ljóð og hún …

Guðrún Árnadóttir 1900-1968 Read More »

Guðrún Pálsdóttir 1815-1890

Guðrún Pálsdóttir frá Vestmannaeyjum var fædd 1815-1890 dóttir Páls skálda prests Jónssonar frá Kirkjubæ. Páll var talinn eitt af höfuðskáldum Vestmannaeyja.. Heimild: ,,Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum 2. Útgáfa árið 1966 eftir Jóhann Gunnar Ólafsson segir svo frá.: ,,Það mun vera leit á því héraði á Íslandi þar sem ekki eru hagyrðingar, sem kasta fram …

Guðrún Pálsdóttir 1815-1890 Read More »

Guðrún Stefánsdóttir 1893-1980

Guðrún Stefánsdóttir frá Fagraskógi fæddist fyrir 128 árum á þessum degi 24. nóvember 1893. Guðrún var mikil kvenréttindakona og mörg ljóða hennar birtust í blöðum og tímaritum eins og Dropa, Eimreiðinni og Nýja kvennablaðinu. Aldrei gaf hún út ljóðabók en aðstandendur tóku þau saman og gáfu út árið 2015. Guðrún lést árið 1980