Guðrún Árnadóttir 1900-1968

Guðrún Árnadóttir 15. október 1900-1968. Afmælisbarnið var fætt á Oddsstöðum í Lundarreykjadal í Borgarfirði. Foreldrar hennar voru þau Árni Sveinbjörnsson hreppstjóri og Arndís Jónsdóttir. Eiginmaður Guðrúnar var Bjarni Tómasson. Guðrún og Bjarni eignuðust ekki börn saman en ólu upp Hlöðver Örn Bjarnason. Guðrún var ómenntuð en sílesandi og skrifandi og orti fallegustu ljóð og hún var í Kvæðamannafélagið Iðunni. Þá var Guðrún ötul baráttukona um bætt kjör alþýðunnar.Ljóðabókin hennar ,,Gengin spor“ kom út árið 1949, bókin var kostuð af Minningarsjóði Hlöðvers Arnars Bjarnasonar.

Heimild: Gengin spor 1949