Guðrún Auðunsdóttir 1903-1994

Guðrún fæddist 23. september 1903 í Dalseli undir Eyjafjöllum og var dóttir hjónanna Auðuns Ingvarssonar og Guðlaugar Helgu Hafliðadóttur. Þar ólst hún upp í hópi níu systkina. Maður hennar var Ólafur Sveinsson bóndi í Stóru-Mörk. Guðrún fékk ung áhuga á að setja saman vísu og var þuluformið henni hugleikið. Árið 1982 kom út ljóðabók eftir hana sem ber heitið ,,Við fjöllin blá“ af Goðasteinsútgáfunni Skógum. Tekið saman af þeim Jóni R. Hjálmarssyni og Þórði í Skógum. Þar segir að Guðrún hafi ekki verið fyrir það að flíka verkum sínum.Í formálanum er einnig ritgerð eftir Sigurð Einarsson sem hann birti árið 1963 í tímaritinu Heima er bezt.

Heimild: Við fjöllin blá 1982