Lilja Bjarkardóttir er skáldanafn Jónu. Jóna var fædd að Kirkjubóli í Ketilsdölum í Arnarfirði. Hún stundaði nám við Bændaskólann á Hólum og Kvennaskólann á Blönduósi. Jóna hefur átt við heilsuleysi að stríða og hefur því oft á tíðum velt lífsgátunni fyrir sér í ljóðunum í ljósi hennar reynslu eins og segir á bakkápu ljóðabókar hennar Stjörnublik, ljóð og stökur sem hún gaf út sjálf.
Ljóðabækur
1980 Stjörnublik
1991 Munablóm
1996 Safnablik
1997 Ómblik