Jórunn Guðmundsdóttir 1887-1967

9. júlí 1887 fæddist hún Jórunn Guðmundsdóttir skáldkona. Jórunn orti hið fegursta ljóð, eins og áður sagði, til dönsku drottningarinnar Alexandríu árið 1921 þegar þau hjónin komu í opinbera heimsókn til Íslands. Ljóðið birtist í nokkrum tímaritum og þar á meðal Hlín árið 1928. Ef við flettum upp í Íslendingabók segir þar að hún hafi verið niðursetningur og síðar húsfreyja að Arnþórsholti í Lundarreykjadal með bónda sínum Magnúsi Sigurðssyni.https://timarit.is/page/4980878#page/n4/mode/2up