Margrét Jónsdóttir 20. ágúst 1893-1971 frá Árbæ í Holtum, Rangárvallasýslu. Margrét var kennaramenntuð og var með heimakennslu upp í Borgarfirði og í Gullbringusýslu. Hún gaf út alls 6 ljóðabækur og hún samdi sögur og leikrit ásamt því að skrifa greinar. Margrét á hið fallega ljóð ,,Ísland er land þitt“ Heimild: ,,Stúlka“ 2001. Í formálsorðum bókarinnar Ný ljóð 1970 segir svo: Eg hefi orðið við ósk forráðamanns bókaútgáfu Æskunnar um að láta prenta ljóðin, er birtast í þessu kveri. Þau eru flest ort á síðastu árum eftir að síðasta ljóðabók mín ,,Í vökulok“ kom út, árið 1964. Fáein ljóðanna hafa verið birt áður í blöðum eða tímaritum, en flest þeirra hafa ekki verið prentuð fyrr en nú. Lausavísurnar eru bæði gamlar og nýjar en hafa ekki verið áður prentaðar. Þá eru í kverinu þrú kvæði, sem eru frá eldri tímum og eitt þeirra, kvæðið ,,Ísland er land þitt“ hefir birzt áður í dagblaði. Bið ég svo lesendur vel að njóta, þá sem ennþá kunna að hafa einhverja ánægju af alþýðulegum, rímuðum, einföldum vísum og kvæðum. Margrét Jónsdóttir
Ljóðabækur Margrétar:
Við fjöll og sæ 1933
Laufvindar 1940
Meðan dagur er 1953
Á léttum vængjum 1961
Í vökulok 1964
Ný ljóð 1970
Heimild: Við fjöll og sæ 1933
Helga Kress ,,Stúlka“ 1998
Skáld.is