María Bjarnadóttir 1896-1976

Þann 7. júní árið 1896 fæddist María Bjarnadóttir skáldkona. María var Húnvetningur fædd í Káradalstungu í Vatnsdal. Árið 1964 gaf hún út fyrir eigin kostnað ljóðabókina ,,Haustlitir“ eftir áeggjan frá Finni Sigmundssyni landsbókaverði. Finnur hafði verið að taka saman æviágrip Bólu-Hjálmars þegar hann heyrði af roskinni konu, afkomenda Hjálmars, sem kunn var fyrir að vera hagmælt. Skáldkonan roskna, fannst nú ekki mikið til koma því ljóðin hennar ætti ekki erindi á almennan bókamarkað. Finnur segir vel frá ást alþýðunnar á ljóðum þjóðskáldanna, bækurnar voru dýrmætar eignir og voru geymdar á allra besta staðnum, undir koddanum.

Já þannig var það einnig með kvæðakonurnar okkar. Þær dáðu góðskáldin kunnu en þeim hugnaðist aldrei að flagga sínum verkum framan í alþýðuna.

Ljóðið sem ég set fram eftir Maríu heitir Sumarósk, þar er fegurð náttúrunnar að vori líkt við fegurð æskunnar. …

Lífsins ótal angar teygist/upp, mót sólarljósi hlýju…

þannig æskan einnig teygir/arma móti lífsins vori..

Inn á Ísmús er hægt að hlusta á ljóð og kvæði eftir Maríu.

María Bjarnadóttir lést árið 1976