Úr ljóðabókinni ,,Með brest í boga“
Ég mun aldrei lesa
þér ljóð mín
á opinberum vettvangi.
En leyfir þú þeim
að lesa þig þegar húmar
má vera þú heyrir
dulítið ljós blakta
á hálfbrunnu skari.
Ljóðabækur
2000 Með brest í boga
1994 Ég ligg og hlusta
1986 Draumljóð
1983 Í brennunni
1977 Eldfuglinn
Heimild: MARÍA SKAGAN (mbl.is) og Skáld.is (skald.is)