Ólöf Einarsdóttir 1869-1958

Í dag þann 12. október árið 1869 fæddist trúarskáldið Ólöf Einarsdóttir frá Steig í Mýrdal. Foreldrar hennar voru þau Einar Runólfsson og Arndís Eyjólfsdóttir. Í formála ljóðabókar hennar ,, Stjarnan í myrkri“ sem gefin var út af Fíladelfíu í Reykjavík árið 1951 ritar Ásmundur Eiríksson þessi fallegu orð um ljóðin hennar. ..Trúarljóð Ólafar, er hér koma fyrir almennings sjónir, eru spegilmynd af trú höfundar. Þau eru runninn frá hjartarótum konu, sem fengið hefur svölun allra lífsharma við hjarta Frelsarans…..Bókin er alls 167 blaðsíður og prentuð af Borgarprent.

Ólöf lést árið1958