Signý Hjálmarsdóttir 1920-1956. Í dag eru hundrað og eitt ár frá fæðingu skáldkonunnar Signýjar Hjálmarsdóttir. Signý fæddist á Húsabakka í Aðaldal og var dóttir hjónanna Hjálmars Kristjánssonar og Kristrúnar Snorradóttir. Hjálmar og Kristrún fluttust síðar að Úlfsstöðum við Siglufjörð en fljótlega fluttu þau til Siglufjarðar og þar ólst Signý upp í faðmi hárra fjalla.. Signý var tvo vetur í gagnfræðaskóla Siglufjarðar frá 1934-36 og er það með upptalin skólaganga hennar.Árið 1957 og ári eftir að hún lést aðeins 36 ára gömul, kom út ljóðabók eftir hana sem ber heitið Geislabrot. Vönduð bók með fallegum ljóðum. Útgefandi var Prentverk Odds Björnssonar h.f. formálann ritaði Sigríður Pétursdóttir í Nesi í september árið 1957.
