Sigríður Beinteinsdóttir 1912-2008

Frá Grafardal, Hvalfjarðarstrandarhreppi og Hárvarsstöðum,

Á þessum degi 30. apríl 1912 fæddist skáldkonan hæfileikaríka, Sigríður Beinteinsdóttir.

Eftir hana liggja tvær ljóðabækur.

Mikið hefur verið gaman að alast upp í Grafardal þar sem hvert systkinana og börn Beinteins Sveinbjörnssonar höfðu í heiðri íslenskuna sem og bragfræðina sem lék í höndum þeirra sem og tungu.

Náttúran var ofarlega í huga Sigríðar eins og sést í mörgum ljóða hennar.

Hér eitt fallegt erindi úr ljóðinu

Málmblendi úr bókinni ,,Raddir dalsins“ 1993

,,Ég hlaut ekki lærdóm en leitaði hans

í lífheimi jurta og dýra.

Og fann þar með eðli hins frumstæða manns

fagnandi lífeindir spíra.

Ljóðabækur

1990 Um fjöll og dal

1984 Komið af fjöllum