Sigríður Einarsdóttir frá Munaðarnesi 14. október 1893-1970. Sigríður hét fullu nafni Margrét Sigríður Einarsdóttir. Systir hennar var Málfríður Einarsdóttir rithöfundur.
Sigríður gaf út 4 ljóðabækur um ævina og það sem er merkilegt er að hún var framúrstefnuskáld. Óhefðbundin ljóðin hennar vöktu athygli manna á borð við Stein Steinarr og Jón úr Vör. Þá gaf hún út eina þýðingu á skáldsögu eftir Michel del Castillo. ,,Ljós í myrkri“ 1966
Ljóðabækurnar heita:
Kveður í runni 1930
Milli lækjar og ár 1956
Laufþytur. 1970
Í svölu jórðri 1971