Þann 8. júlí 1855 fæddist ljósmóðirin og skáldkonan Sigríður Kristín Jónsdóttir að Vöðlum í Önundarfirði. Sigríður gaf út ljóðabók fyrir eigin kostnað árið 1938 ,,Nokkur ljóðmæli“. Í æviágripi eftir hana sjálfa segir svo að hún hafi lært ljósmóðurfræði hjá Þorvaldi Jónssyni lækni á Ísafirði og í kjölfarið var hún skipuð ljósmóðir fyrir Dýrafjörð og gengdi því embætti til ársins 1908. Ljóðin hennar Sigríðar eru vel ort og henni er umhugað um samferðafólk sitt. Megnið af ljóðunum eru minningarljóð, samúðarljóð, ljóð ort til einstakra aðila, afmælisvísur, brúðkaupsljóð og hvatningarljóð til kvenfélagskvenna. Sigríður lést árið 1944. Falleg bók sem gaman er að lesa.
Nokkur ljóðmæli 1938