Sólveigu Jóhannesdóttir Hvannberg fædd 20. ágúst 1899. Frá Eyvakoti, Eyrarbakka. Hún gaf út lítið kver ,,Kvæði“ árið 1938 fyrir eigin kostnað. Um prentun sá Prentsmiðjan Jóns Helgasonar. Bókin er lítið brot upp á 107 bls. Ljóðin eru knöpp og vel gerð og hún var góður hagyrðingur. Sólveig yrkir nokkuð um forna kappa, ljóð sem gaman er að lesa. Mikið væri gaman að vita meira um Sólveigu en litlar heimildir eru um hana.
Sólveig lést árið 1977
Heimild: Kvæði 1938