Um síðuna

Tófan - Ljóða og fræðasetur
Tófan er framhald af verkefni sem unnið var í meistaranámi við íslensku og menningardeild Háskóla Íslands og lauk með meistararitgerð árið 2015. Meistarritgerðin heitir Enginn kann tveimur herrum að þjóna og segir frá þremur óþekktum skáldkonum á Íslandi sem áttu erfitt með að fá verkin sínu útgefin af forlagi. Tófan var stofnuð til þess að veita athygli fólks á þeirri menningariðju kvenna frá upphafi byggða á Íslandi sem ortu ljóð sér og öðrum til skemmtunar.
Hafðu samband

Sagan okkar

Hugmynd kviknaði
Janúar 2013

Magnea fékk þá hugmynd að byrja að safna saman og halda utan um ljóðabækur frá skáldkonum Íslands.

Fyrsta skrefið
Maí 2018

Facebooksíða var útbúin og hafist handa við það að setja inn efni sem til var.

Fjárstyrkur
Júní 2021

Fjárstyrkur veittur frá Hagþenki til betrumbætingar á þessu spennandi verkefni.

Hafist handa við gerð heimasíðu
Október 2021

Hafist var handa við gerð heimasíðu fyrir gagnabankann í samstarfi við GR8.is heimasíðugerð.

Vefsíðan fór í loftið
Maí 2022

Vefsíðan okkar fór í loftið 6. maí 2022.